NASA leitar hugmynda um tungljeppa Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 07:01 Tölvuteiknuð mynd af jeppa á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira