Efling iðn- og tæknináms – eða hvað? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 2. september 2021 13:30 Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun