Um sé að ræða spurningu um líf og dauða.
Fordæmalaust rigningaveður hefur gengið yfir New York og New Jersey síðustu daga og hafa íbúar fests bæði í kjöllurum og bifreiðum.
Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í New Jersey, flestir eftir að hafa drukknað þegar flóðavatn gleypti bifreiðar þeirra. Þá eru fjórtán látnir í New York, þar af ellefu sem drukknuðu þegar þeir sátu fastir í kjöllurunum húsa sinna. Meðal látnu er tveggja ára drengur.
Einnig hefur verið tilkynnt um dauðsföll í Pennsylvaníu, Maryland og Virginíu.
Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New Jersey og New York.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hefur gagnrýnt veðurfræðinga harðlega fyrir spár sínar en á sama tíma og þeir spáðu 7,5 til 15 sentímetra regnfalli á einum sólahring féllu rúmir 8 sentímetrar af regni í Central Park á aðeins klukkustund.
Í uppsveitum hafa flóð valdið gríðarlegri eyðileggingu hjá bændum en í borginni þurfti að bjarga nærri þúsund manns úr neðanjarðarkerfinu eftir að vatn fossaði í gegnum kerfið.
Þá hafa bílar sést fljóta í vatnsflaumnum og vitni lýst því að heyra neyðarköll frá fólki sem hefur setið fast.