Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. september 2021 07:00 Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun