Foreldrar krakkanna hjá Manchester United höguðu sér oft fáránlega Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 16:00 Leikmenn U18-liðs Manchester United í leik gegn Leeds í vor. Amanda Johnson var yfirsjúkraþjálfari í akademíu United þar sem hún sinnti knattspyrnukrökkum allt þar til a' þeir voru tilbúnir til að spila fullorðinsfótbolta. Getty/Manchester United „Eitt það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga er að börn eru ekki „lágvaxið, fullorðið fólk“. Þau eru mjög ólíkar verur,“ segir doktor Amanda Johnson, sjúkraþjálfari, sem er væntanleg til Íslands í vikunni vegna námskeiðs um þjálfun ungra íþróttaiðkenda. Amanda var meðal annars yfirsjúkraþjálfari hjá akademíu Manchester United á árunum 2000-2010 og vann því með knattspyrnumönnum á borð við Marcus Rashford, Jesse Lingard, Sam Hewson og fleiri sem æfðu í akademíunni. Hún hefur einnig sinnt sjúkraþjálfun krakka í öðrum íþróttum og var sjúkraþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta á tíunda áratug síðustu aldar, þegar hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn. Amanda starfaði einnig hjá hinni virtu Aspire akademíu í Katar þar sem hún komst í kynni við Einar Einarsson sjúkraþjálfara, sem hafði milligöngu um að hún kæmi til Íslands nú. Amanda hyggst ásamt þeim Stefáni Ólafssyni og Hildi Kristínu Sverrisdóttur kenna íslenskum þjálfurum, sjúkraþjálfurum og öðrum mikilvæg atriði varðandi vinnu við mótun ungra iðkenda, á föstudag og laugardag. Íþróttafólks sem Amanda segir að oft skorti þolinmæði og skilning gagnvart. Foreldrar þurfi að vera þolinmóðir „Markmið mitt er að ná til krakka eins snemma og hægt er, og hjálpa þjálfurum og jafnvel einnig foreldrum til að krakkarnir geti æft sem lengst á sem öruggastan og farsælastan hátt. Ef að eitthvað gerist þurfa þau svo að vita hvernig er best að ná sér á strik á sem skjótastan en öruggastan hátt, og þau þurfa einnig að gera sér grein fyrir þekktum hættumerkjum varðandi meiðsli,“ segir Amanda. Klippa: Dr. Johnson um mikilvægi þess að sýna börnum í íþróttum þolinmæði „Vandamálin sem að fullorðnir glíma við eru ekki þau sömu og börn glíma við, og öfugt. Það sem flækir málin fyrir börn eru stöðugar og miklar breytingar á hæð, þyngd, þroska og þróun. Þegar maður kemur að þjálfun barna verður maður að hafa grunnskilning á þessum hlutum og hvernig börn vaxa úr grasi. Og skilja að hvert barn er einstakt og ekki hægt að setja þau öll í sama form. Þjálfari krakkaliðs verður því að skilja að krakkarnir í liðinu eru ólíkir, taka vaxta- og þroskakipp á mismunandi tímum, þó þeir séu allir jafngamlir. Þetta þurfa foreldrar líka að gera, sem eru alltaf að bera krakkana sína saman við önnur börn á sama aldri. Þeir þurfa að læra að vera þolinmóðir og búast ekki við of miklu of fljótt,“ segir Amanda sem hefur í sínu starfi oft þurft að glíma við ofurmetnaðarfulla foreldra: Krakki með slitför á meðan að jafnaldri stækkar ekki neitt „Ég man eftir því að hafa þurft að eiga við foreldra hjá United og sumir þeirra höguðu sér alveg fáránlega varðandi krakkana sína, jafnvel 8 eða 9 ára gamla. Fólk verður að muna að horfa til langs tíma, því þetta snýst um það hvernig fólk stendur þegar það er 18 eða 19 ára. Starf þjálfara og sjúkraþjálfara er að koma krökkunum þangað á sem heilbrigðastan og farsælastan hátt. Til þess verður fólk líka að skilja að línan er ekki bein á toppinn. Krakkar sveiflast upp og niður í frammistöðu vegna alls konar þroskakafla. Ég hef séð krakka stækka um tvo sentímetra á mánuði, og jafnvel svo hratt að þeir fá slitför, en svo stækka þeir kannski ekkert í 3-4 mánuði. Og krakki getur stækkað um tíu sentímetra á ári á meðan annar nákvæmlega jafngamall stækkar ekki neitt, en stækkar svo ári seinna. Fólk verður oft óþolinmótt varðandi krakka á þessum tíma en það er bara ekki boðlegt,“ segir Amanda og ítrekar hve mikilvægt sé fyrir þjálfara og aðra sem að mótun ungs íþróttafólks komi að hafa skilning á því hve mismunandi þroski þeirra geti verið. Geta fengið röng skilaboð vegna skilningsleysis „Svona er þetta líka þegar maður metur frammistöðu. Maður er kannski með krakka sem er að stækka en gerir sér ekki grein fyrir því. Svo versnar frammistaðan óvænt, því krakkinn þarf allt í einu að venjast því að vera allur að stækka um 2-3 sentímetra. Allt í einu vantar alla samhæfingu og slíkt. Eðlilega bitnar það á frammistöðunni um tíma. Þjálfarinn heldur þá kannski að viðkomandi sé bara ómögulegur. Foreldrarnir verða líka vonsviknir og spyrja: „Hvað er að þér? Af hverju gerðir þú þetta? Hvers vegna gastu ekki gert þetta?“ Þegar raunin er kannski bara að barnið tók vaxtarkipp. Ef það er ekki fylgst með þessu þá bitnar þetta á krökkunum og þau fá röng skilaboð. Þau þurfa að fá að komast áfram á sínum hraða,“ segir Amanda. Nánari upplýsingar um námskeið Amöndu, sem haldið verður í Reykjavík á föstudag og á Akureyri á laugardag, má nálgast hér. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira
Amanda var meðal annars yfirsjúkraþjálfari hjá akademíu Manchester United á árunum 2000-2010 og vann því með knattspyrnumönnum á borð við Marcus Rashford, Jesse Lingard, Sam Hewson og fleiri sem æfðu í akademíunni. Hún hefur einnig sinnt sjúkraþjálfun krakka í öðrum íþróttum og var sjúkraþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta á tíunda áratug síðustu aldar, þegar hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn. Amanda starfaði einnig hjá hinni virtu Aspire akademíu í Katar þar sem hún komst í kynni við Einar Einarsson sjúkraþjálfara, sem hafði milligöngu um að hún kæmi til Íslands nú. Amanda hyggst ásamt þeim Stefáni Ólafssyni og Hildi Kristínu Sverrisdóttur kenna íslenskum þjálfurum, sjúkraþjálfurum og öðrum mikilvæg atriði varðandi vinnu við mótun ungra iðkenda, á föstudag og laugardag. Íþróttafólks sem Amanda segir að oft skorti þolinmæði og skilning gagnvart. Foreldrar þurfi að vera þolinmóðir „Markmið mitt er að ná til krakka eins snemma og hægt er, og hjálpa þjálfurum og jafnvel einnig foreldrum til að krakkarnir geti æft sem lengst á sem öruggastan og farsælastan hátt. Ef að eitthvað gerist þurfa þau svo að vita hvernig er best að ná sér á strik á sem skjótastan en öruggastan hátt, og þau þurfa einnig að gera sér grein fyrir þekktum hættumerkjum varðandi meiðsli,“ segir Amanda. Klippa: Dr. Johnson um mikilvægi þess að sýna börnum í íþróttum þolinmæði „Vandamálin sem að fullorðnir glíma við eru ekki þau sömu og börn glíma við, og öfugt. Það sem flækir málin fyrir börn eru stöðugar og miklar breytingar á hæð, þyngd, þroska og þróun. Þegar maður kemur að þjálfun barna verður maður að hafa grunnskilning á þessum hlutum og hvernig börn vaxa úr grasi. Og skilja að hvert barn er einstakt og ekki hægt að setja þau öll í sama form. Þjálfari krakkaliðs verður því að skilja að krakkarnir í liðinu eru ólíkir, taka vaxta- og þroskakipp á mismunandi tímum, þó þeir séu allir jafngamlir. Þetta þurfa foreldrar líka að gera, sem eru alltaf að bera krakkana sína saman við önnur börn á sama aldri. Þeir þurfa að læra að vera þolinmóðir og búast ekki við of miklu of fljótt,“ segir Amanda sem hefur í sínu starfi oft þurft að glíma við ofurmetnaðarfulla foreldra: Krakki með slitför á meðan að jafnaldri stækkar ekki neitt „Ég man eftir því að hafa þurft að eiga við foreldra hjá United og sumir þeirra höguðu sér alveg fáránlega varðandi krakkana sína, jafnvel 8 eða 9 ára gamla. Fólk verður að muna að horfa til langs tíma, því þetta snýst um það hvernig fólk stendur þegar það er 18 eða 19 ára. Starf þjálfara og sjúkraþjálfara er að koma krökkunum þangað á sem heilbrigðastan og farsælastan hátt. Til þess verður fólk líka að skilja að línan er ekki bein á toppinn. Krakkar sveiflast upp og niður í frammistöðu vegna alls konar þroskakafla. Ég hef séð krakka stækka um tvo sentímetra á mánuði, og jafnvel svo hratt að þeir fá slitför, en svo stækka þeir kannski ekkert í 3-4 mánuði. Og krakki getur stækkað um tíu sentímetra á ári á meðan annar nákvæmlega jafngamall stækkar ekki neitt, en stækkar svo ári seinna. Fólk verður oft óþolinmótt varðandi krakka á þessum tíma en það er bara ekki boðlegt,“ segir Amanda og ítrekar hve mikilvægt sé fyrir þjálfara og aðra sem að mótun ungs íþróttafólks komi að hafa skilning á því hve mismunandi þroski þeirra geti verið. Geta fengið röng skilaboð vegna skilningsleysis „Svona er þetta líka þegar maður metur frammistöðu. Maður er kannski með krakka sem er að stækka en gerir sér ekki grein fyrir því. Svo versnar frammistaðan óvænt, því krakkinn þarf allt í einu að venjast því að vera allur að stækka um 2-3 sentímetra. Allt í einu vantar alla samhæfingu og slíkt. Eðlilega bitnar það á frammistöðunni um tíma. Þjálfarinn heldur þá kannski að viðkomandi sé bara ómögulegur. Foreldrarnir verða líka vonsviknir og spyrja: „Hvað er að þér? Af hverju gerðir þú þetta? Hvers vegna gastu ekki gert þetta?“ Þegar raunin er kannski bara að barnið tók vaxtarkipp. Ef það er ekki fylgst með þessu þá bitnar þetta á krökkunum og þau fá röng skilaboð. Þau þurfa að fá að komast áfram á sínum hraða,“ segir Amanda. Nánari upplýsingar um námskeið Amöndu, sem haldið verður í Reykjavík á föstudag og á Akureyri á laugardag, má nálgast hér.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira