Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögreglu Snorri Másson skrifar 6. september 2021 20:16 Hæ, þetta er göngugata, segir skiltið. En það er ekki alveg að skila sér. Stöð 2/Egill Það ríkir ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið. Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Þrátt fyrir þessar reglur falla langflestir ökumenn á kaflanum ekki undir þessa flokka. Og þeir streyma í stríðum straumum upp og niður götuna. Ökumennirnir eru mest megnis venjulegt fólk sem fattar ekki að það megi (alls) ekki aka niður þennan kafla og ekki aka upp hann nema í vöruflutningum á sérstökum tíma. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ástandið hvimleitt en segir að á meðan einhvers konar hliði sé ekki komið fyrir við götuna, sé engin önnur lausn á vandanum en stanslaus fræðsla. Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri. Lögregla þarf að hafa stöðugt eftirlit með göngugötunni á Laugavegi, af því að fæstir skilja reglurnar, og ótækt er að loka götunni alveg.Stöð 2/Egill Umferðarmerki eru til staðar en ljóst er að þau fanga ekki athygli allra. Borgaryfirvöld hafa veigrað sér við að loka götunni alveg vegna aðgengismála. Niðurstaðan er þvílíkt vandræðaástand á þessum tvennum gatnamótum að fréttastofa gat vart klárað viðtal við lögregluþjóninn án þess að ökumenn reyndu, vafalítið í flestum tilvikum í góðri trú, að keyra inn á göngugötuna. Í myndbandi hér að ofan má fylgjast með því þegar Árni þarf að grípa inn í. Sektin sem lögregla beitir vegna aksturs um götuna nemur 20.000 krónum og hafa tugir ökumanna þurft að draga upp veskið af þeim sökum frá því að kaflinn varð varanleg göngugata hér um árið.
Umferð Umferðaröryggi Göngugötur Tengdar fréttir Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Segir bílstjóra hunsa göngugötuna, aka hratt og stofna börnum í hættu Íbúi við göngugötuna á Laugavegi segir útfærslu á henni slæma og að ástandið hafi versnað upp á síðkastið. Bílstjórar virði lokun götunnar að vettugi, aki hratt og stofni jafnvel börnum í hættu. 7. júní 2021 21:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29