Enski boltinn

Gæti verið að endur­komu Ron­aldo seinki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gæti farið svo að við sjáum Ronaldo ekki í rauðu þann 11. september er Manchester United tekur á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.
Það gæti farið svo að við sjáum Ronaldo ekki í rauðu þann 11. september er Manchester United tekur á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United/Getty Images

Leiks Manchester United og Newcastle United er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem það er fyrsti leikur Man Utd síðan Cristiano Ronaldo skrifaði undir hjá félaginu. 

Það gæti þó farið svo að stuðningsfólk liðsins þurfi að bíða aðeins lengur með að sjá Ronaldo aftur í rauðu.

Portúgalinn fékk að fara fyrr heim úr landsliðsverkefni með Portúgal þar sem hann var hvort eð er í leikbanni í leiknum gegn Aserbaísjan sem fram fer í dag. Ronaldo hefur því fengið nokkurra daga hvíld og náð að spóka sig um í sólinni í Manchester.

Það er í garðinum sínum þar sem hann hefur verið í sóttkví síðan hann kom til landsins. Nú virðist sem það gæti haft áhrif á hvort hann spili gegn Newcastle United um helgina.

Svo virðist sem það sé óvíst hvenær hann klári sóttkví og þar með óljóst hversu mikið hann myndi ná að æfa með liðinu áður en leikurinn færi fram.

Því gæti svo farið að stuðningsfólk Man United þurfi að bíða til þriðjudagsins 14. september til að sjá Ronaldo í treyju félagsins á nýjan leik en þá heimsækir liðið Young Boys í Sviss.


Tengdar fréttir

Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið

Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer.

Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni

Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum.

Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21.

Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar

Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×