Regnboginn á heima í miðborginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2021 18:01 Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hinsegin Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Sjá meira
Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni.
Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01
„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar