Öruggari með SafeTravel appinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. september 2021 15:30 Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýtt app var kynnt á dögunum sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi, SafeTravel appið. Það einfaldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi og veitir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins, á ensku og íslensku. Sambærilegt app hefur ekki verið til fram að þessu. Upplýsingar um ástand vega í rauntíma Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi, sér í lagi yfir vetrartímann. Áhugi Íslendinga á veðrinu er ekki nýtilkominn og stafar ekki hvað síst af nauðsyn. Við sem hér búum þekkjum það vel að veður getur breyst skyndilega og haft áhrif á færð og ferðalög. En erlendir ferðamenn gera sér ekki endilega grein fyrir hversu hratt veður skipast í lofti. Ljóst er að hvort sem um er að ræða heimamenn eða gestkomandi þá kemur sér vel að hafa aðgengilegar upplýsingar um ástand vega í rauntíma. Hvernig virkar appið? SafeTravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. Appið teiknar upp leiðina, sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. SafeTravel appið veitir þessar upplýsingar í rauntíma og notaðir eru litakóðar til að gefa til kynna ástand vega. Nánar er farið í þýðingu mismunandi litakóða í appinu. Viðvaranir og upplýsingar koma síðan fram eftir því sem við á. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir til að skerpa á kunnáttunni og kynna sér aðstæður í umferðinni. Einnig er listi yfir íslensk vegaskilti og þýðingu þeirra. Appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn og er því bæði á ensku og íslensku. Íslenskt hugvit Tilgangurinn með gerð appsins er fyrst og fremst að stuðla að öryggi ferðalanga á Íslandi en í SafeTravel appinu sameinast forvarnir, ferðalög, nýsköpun og tækni. Appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við SafeTravel og Sjóvá sem kostar gerð appsins. Vonir standa til að sem flestir nýti sér SafeTravel appið þegar ferðast er um landið en hægt er að sækja appið endurgjaldslaust í App Store eða Google Play. Markmiðið er að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun