Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 11:09 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var annar þeirra sem vildi hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Vísir/Vilhelm Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34
Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26