Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Stefán Atli Rúnarsson skrifar 13. september 2021 11:00 Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Nýsköpun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun