Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021 15:31 Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun