Jóhannes Karl Guðjónsson: Við ætlum að fara alla leið í Mjólkurbikarnum Andri Már Eggertsson skrifar 15. september 2021 19:00 Jóhannes Karl var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn ÍA komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 1-3 sigri á ÍR. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var léttur eftir leik. „Við unnum leikinn, það skiptir öllu máli. ÍR gerði þetta erfitt fyrir okkur. Þeir hafa gert vel í þessari keppni og létu okkur hafa fyrir hlutunum." „Við byrjuðum leikinn afar illa. ÍR gerði vel í að spila sig í gegnum okkur. Sérstaklega á vinstri kantinum, sem skilaði þeim marki. Við vorum klaufar að loka ekki á þær stöður sem þeir komust í," sagði Jóhannes Karl um spilamennsku ÍR. Pétur Hrafn Friðriksson kom ÍR yfir. Eftir mark Péturs kom skjálfti í leikmenn ÍA sem hefði getað kostað þá mark. „Það var skjálfti í okkur líka fyrir mark Péturs. Við vorum allt of smeykir. Við hefðum átt að byrja leikinn af meiri krafti. Mark ÍR hafði jákvæð áhrif á okkur. Að því leyti að við áttuðum okkur á að þetta var ekki auðvelt verkefni." „Strákarnir mínir sýndu síðan þolinmæði og gerðum við það sem þurfti til að komast í undanúrslitin. Við vissum að allir bikarleikir eru erfiðir, önnur úrslit í dag sýndu það." Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik sýndu Skagamenn mátt sinn og unnu leikinn 1-3. „Við hefðum getað skorað fleiri mörk í leiknum. Ég hefði viljað sjá okkur loka þessum leik fyrr. Svona er bikarinn það er alltaf spenna í þessum leikjum. Mér leið síðan talsvert betur þegar við skoruðum þriðja markið." „Mjólkurbikarinn skiptir okkur máli og við ætlum að fara alla leið," sagði Jóhannes Karl að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - ÍA 1-3| ÍA í undanúrslit Öskubusku ævintýri ÍR-inga er lokið. ÍR komst yfir á 17. mínútu. ÍR var heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik kom Gísli Laxdal Unnarsson ÍA yfir. Guðmundur Tyrfingsson gulltryggði farseðil ÍA í undanúrslitin. Með marki á 90 mínútu. 15. september 2021 15:45 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
„Við unnum leikinn, það skiptir öllu máli. ÍR gerði þetta erfitt fyrir okkur. Þeir hafa gert vel í þessari keppni og létu okkur hafa fyrir hlutunum." „Við byrjuðum leikinn afar illa. ÍR gerði vel í að spila sig í gegnum okkur. Sérstaklega á vinstri kantinum, sem skilaði þeim marki. Við vorum klaufar að loka ekki á þær stöður sem þeir komust í," sagði Jóhannes Karl um spilamennsku ÍR. Pétur Hrafn Friðriksson kom ÍR yfir. Eftir mark Péturs kom skjálfti í leikmenn ÍA sem hefði getað kostað þá mark. „Það var skjálfti í okkur líka fyrir mark Péturs. Við vorum allt of smeykir. Við hefðum átt að byrja leikinn af meiri krafti. Mark ÍR hafði jákvæð áhrif á okkur. Að því leyti að við áttuðum okkur á að þetta var ekki auðvelt verkefni." „Strákarnir mínir sýndu síðan þolinmæði og gerðum við það sem þurfti til að komast í undanúrslitin. Við vissum að allir bikarleikir eru erfiðir, önnur úrslit í dag sýndu það." Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik sýndu Skagamenn mátt sinn og unnu leikinn 1-3. „Við hefðum getað skorað fleiri mörk í leiknum. Ég hefði viljað sjá okkur loka þessum leik fyrr. Svona er bikarinn það er alltaf spenna í þessum leikjum. Mér leið síðan talsvert betur þegar við skoruðum þriðja markið." „Mjólkurbikarinn skiptir okkur máli og við ætlum að fara alla leið," sagði Jóhannes Karl að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - ÍA 1-3| ÍA í undanúrslit Öskubusku ævintýri ÍR-inga er lokið. ÍR komst yfir á 17. mínútu. ÍR var heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik kom Gísli Laxdal Unnarsson ÍA yfir. Guðmundur Tyrfingsson gulltryggði farseðil ÍA í undanúrslitin. Með marki á 90 mínútu. 15. september 2021 15:45 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Leik lokið: ÍR - ÍA 1-3| ÍA í undanúrslit Öskubusku ævintýri ÍR-inga er lokið. ÍR komst yfir á 17. mínútu. ÍR var heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði leikinn rétt áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik kom Gísli Laxdal Unnarsson ÍA yfir. Guðmundur Tyrfingsson gulltryggði farseðil ÍA í undanúrslitin. Með marki á 90 mínútu. 15. september 2021 15:45