Damian Lillard er leikmaður Portland Trail Blazers og bandaríska körfuboltalandsliðsins en hann er í hópi þeirra allra bestu í deildinni.
Á árinu 2021 hefur hann náð flottum áföngum bæði innan og utan vallar.
Hann bæði gifti sig og eignaðist tvíbura með Kay’La Hanson, strákinn Kalii og stelpuna Kali.
Inn á körfuboltavellinum þá var hann valinn bæði í stjörnuliðið sem og í úrvalslið tímabilsins en hann náði líka að skora 55 stig í einum leik í úrslitakeppninni.
Lillard var með 28,8 stig og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Portland Trail Blazers í deildarkeppninni og í úrslitakeppninni skoraði hann 34,3 stig í leik og gaf 10,2 stoðsendingar að meðaltali.
Lillard spilaði líka með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó og vann þar gullverðlaun.
Ofan á allt þetta þá gaf Lillard einnig út plötuna „Different On Levels The Lord Allowed“ í síðasta mánuði en þar kemur hann fram undir listamannsnafninu Dame D.O.L.L.A. Á plötunni er meðal annars lagið „Kobe".