Breiðfylkingarstjórnin Halldór Auðar Svansson skrifar 16. september 2021 16:01 Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar