Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 12:52 Stór hluti bæjarbúa hefur farið í sýnatöku síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. „Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
„Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira