Lágkúra Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 19. september 2021 10:00 Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Evrópusambandið Landbúnaður Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun