Áskorun Landssamtakanna Þroskahjálpar til kjörstjórna Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 20. september 2021 16:01 Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar