Setja upp meðalhraðamyndavélar á næstu mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2021 17:24 Frá undirritun samstarfssamningsins í dag. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri staðfestu í dag nýjan samstarfssamning um sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum í umferðinni. Setja á upp slíkar myndavélar á þjóðvegum landsins á næstu mánuðum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið samningsins sé að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni, með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins. Þá segir að meðalhraðamyndavélar verði komnar í gagnið á næstu mánuðum en í tilkynningunni segir ekki hvar. Þar segir þó að búnaður sem þessi hafi verið prófaður á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar taka myndir af bílum þegar þeir keyra fram hjá og lesa bílnúmer þeirra. Þegar bílum er svo ekið fram hjá næstu myndavél les hún einnig númerið og hve langt er síðan bílnum var ekið fram hjá fyrri myndavélinni. Þannig er reiknað út hve hár meðalhraði bílsins var og sekt send á eiganda hans ef hraðinn var yfir hámarkshraða. „Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í áðurnefndri yfirlýsingu. „Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar.“ Í tilkynningunni segir að samningurinn sé gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Þar segir einnig að lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sjái um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiði á samningstímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári. Umferð Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið samningsins sé að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni, með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins. Þá segir að meðalhraðamyndavélar verði komnar í gagnið á næstu mánuðum en í tilkynningunni segir ekki hvar. Þar segir þó að búnaður sem þessi hafi verið prófaður á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar taka myndir af bílum þegar þeir keyra fram hjá og lesa bílnúmer þeirra. Þegar bílum er svo ekið fram hjá næstu myndavél les hún einnig númerið og hve langt er síðan bílnum var ekið fram hjá fyrri myndavélinni. Þannig er reiknað út hve hár meðalhraði bílsins var og sekt send á eiganda hans ef hraðinn var yfir hámarkshraða. „Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í áðurnefndri yfirlýsingu. „Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar.“ Í tilkynningunni segir að samningurinn sé gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Þar segir einnig að lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sjái um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiði á samningstímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári.
Umferð Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira