Laxeldisiðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. september 2021 11:46 Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun