Betri kjör til okkar besta fólks Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 22. september 2021 13:01 Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun