Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. september 2021 15:46 Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar