Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2021 12:04 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira