Sköpum vel launuð og umhverfisvæn gjaldeyrisskapandi störf Vilhjálmur Birgisson skrifar 24. september 2021 12:46 Nú þegar einungis einn sólarhringur er þar til kjörstaðir opna þá veltur maður því eðlilega fyrir sér hvað maður á að kjósa og hvað það sé sem skiptir mestu máli fyrir heimilin, launafólk og sveitarfélagið sem maður býr í. Að sjálfsögðu skiptir heilsa fólks ætíð mestu um það verður ekki deilt og því skiptir gríðarlega miklu máli að vera með öfluga og trausta heilbrigðisþjónustu ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landsbyggðina. Það er sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgengi að læknisþjónustu í sinni heimabyggð. Það sem ég tel að skipti einnig gríðarlega miklu máli er atvinnuöryggi og fólk hafi atvinnu þar sem laun séu með þeim hætti að þau dugi til að framfleyta sér og sinni fjölskyldu og það geti haldið mannlegri reisn. Það er lýðheilsumál að fólk hafi atvinnu sem tryggir þeim lífsviðurværi sem dugar til að endar nái saman. Mér finnst þessi kosningabarátta snúast alltof mikið um annað en það sem skiptir máli. Mitt mat er að þessar kosningar eigi að snúast um að tryggja hér öflug vel launuð gjaldeyrisskapandi störf. En með auknum gjaldeyristekjum stækkar þjóðarkakan sem gerir það að verkum að við verðum í betur stakk búin að standa undir því að efla heilbrigðiskerfið, rétta hag öryrkja og aldraða, bæta vegasamgöngur, efla löggæsluna og framvegis. Munum að reka ríkissjóð er ekkert öðruvísi en að reka heimilisbókhaldið og við sem skattgreiðendur eigum að láta okkar það miklu meira varða hvernig stjórnmálamenn og sveitarstjórnamenn eyða okkar skattfé. Hugsið ykkur að hjón sem eru með samsvarar meðallaunum á Íslandi greiða saman á 5 milljón í skatta á ári og því skiptir máli að almenningur sýni stjórnmálamönnum aðhald í að forgangsraða skattfé almennings af skynsemi og tryggja um leið að gera samfélagið enn betra, öllum til hagsbóta ekki bara sumum. Atvinnuöryggi er lýðheilsumál Við Akurnesingar þekkjum vel að missa öflug fyrirtæki úr okkar samfélagi en árið 2011 hætti Sementsverksmiðjan en þar störfuðu þegar mest var upp undir 200 manns. Árið 2017 lagðist sjávarútvegur á Akranesi af en hjá HB Granda störfuðu upp undir 400 manns þegar mest var. Allt þetta er farið sem hefur eðli málsins samkvæmt haft gríðarleg áhrif á lífsafkomu þeirra sem byggðu afkomu sína á þessum atvinnutækifærum. Við höfum ennþá fyrirtækin á Grundartanga sem eru lífæð okkar Akurnesinga og nærsveitunga, fyrirtæki sem skila milljarða tugi eftir í okkar nærsamfélagi. Á þeirri forsendu mun ég persónulega aldrei getað stutt stjórnmálaflokka sem af vanþekkingu tala niður þessa mikilvægu starfsemi, starfsemi sem er ekki bara mikilvæg okkar samfélagi heldur þjóðhagslega mikilvægt. Það má stundum skilja á málflutningi nokkra stjórnmálaflokka að þeir myndu helst vilja loka þessari starfsemi. Vanþekking gagnvart orkusæknum iðnaði ríður ekki við einteyming, en þessi vanþekking endurspeglast t.d. í ummælum um að stóriðjan sé ekki að borga „neitt“ fyrir raforkuna, menga svo rosalega og skila engu til samfélagsins. Staðreyndin er hins vegar sú að á síðustu 7 árum hefur t.d. Norðurál greitt fyrir raforkuna samanlagt um 100 milljarða til Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku en þessi orkufyrirtæki eru í eigu almennings. 60 milljarða hefur NA greitt í laun, tekjuskatt fyrir 14 milljarða, fyrirtækjaskatt fyrir 9 milljarða hafnar-og fasteignagjöld fyrir 3 milljarða og svona mæti lengi telja. Bara Norðurál og Elkem á Grundartanga greiða um 20 milljarða fyrir raforkuna á ári. Þessu til viðbótar liggur fyrir að okkar stærsta framlag til umhverfismála er að nota vistvæna græna orku, en álverið á Norðuráli skilur eftir sig eitt af minnstu kolefnissporum álvera í heiminum. Álver í Kína menga tífalt meira en álver á Íslandi en yfir 50% af áli er framleitt í Kína. Við höfum síðan gríðarleg tækifæri til að vera frumkvöðlar í orkuskiptum í heiminum með því að framleiða hér vetni en til þess að framleiða umhverfisvænan orkugjafa eins og vetni þá þarf að nýta möguleika okkar til að framleiða hér rafmagn og það getum við með því að ráðast í að virkja þá kosti sem liggja fyrir samkvæmt rammaáætlun og reisa hér vindmyllugarða. Það liggur t.d. fyrir hugmyndir um að reisa vetnisverksmiðju á Grundartanga sem myndi framleiða vetni sem myndi spara losun á co2 sem nemur allri losun Íslands, en til að þetta verkefni getur orðið að veruleika þarf að skapa vistvæna græna orku. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti slíkri vetnisverksmiðju sem sparar sem nemur allri losun Íslands? Ég mun ekki styðja stjórnmálaflokka sem átta sig ekki á því að við þurfum að elfa og skapa vel launuð gjaldeyrisskapandi störf sem skila tugum milljörðum í þjóðarbúið. Með slíkri gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu er síðan hægt að styðja við að byggja enn frekar upp okkar velferðarkerfi og tryggja að þeir sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi geti haft næga framfærslu handa sér og sínum og haldið mannlegri reisn. Til að auðvelda okkar að tryggja það, þá er lykilinn að stækka þjóðarkökuna með vel launuðum og umhverfisvænum gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú þegar einungis einn sólarhringur er þar til kjörstaðir opna þá veltur maður því eðlilega fyrir sér hvað maður á að kjósa og hvað það sé sem skiptir mestu máli fyrir heimilin, launafólk og sveitarfélagið sem maður býr í. Að sjálfsögðu skiptir heilsa fólks ætíð mestu um það verður ekki deilt og því skiptir gríðarlega miklu máli að vera með öfluga og trausta heilbrigðisþjónustu ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landsbyggðina. Það er sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgengi að læknisþjónustu í sinni heimabyggð. Það sem ég tel að skipti einnig gríðarlega miklu máli er atvinnuöryggi og fólk hafi atvinnu þar sem laun séu með þeim hætti að þau dugi til að framfleyta sér og sinni fjölskyldu og það geti haldið mannlegri reisn. Það er lýðheilsumál að fólk hafi atvinnu sem tryggir þeim lífsviðurværi sem dugar til að endar nái saman. Mér finnst þessi kosningabarátta snúast alltof mikið um annað en það sem skiptir máli. Mitt mat er að þessar kosningar eigi að snúast um að tryggja hér öflug vel launuð gjaldeyrisskapandi störf. En með auknum gjaldeyristekjum stækkar þjóðarkakan sem gerir það að verkum að við verðum í betur stakk búin að standa undir því að efla heilbrigðiskerfið, rétta hag öryrkja og aldraða, bæta vegasamgöngur, efla löggæsluna og framvegis. Munum að reka ríkissjóð er ekkert öðruvísi en að reka heimilisbókhaldið og við sem skattgreiðendur eigum að láta okkar það miklu meira varða hvernig stjórnmálamenn og sveitarstjórnamenn eyða okkar skattfé. Hugsið ykkur að hjón sem eru með samsvarar meðallaunum á Íslandi greiða saman á 5 milljón í skatta á ári og því skiptir máli að almenningur sýni stjórnmálamönnum aðhald í að forgangsraða skattfé almennings af skynsemi og tryggja um leið að gera samfélagið enn betra, öllum til hagsbóta ekki bara sumum. Atvinnuöryggi er lýðheilsumál Við Akurnesingar þekkjum vel að missa öflug fyrirtæki úr okkar samfélagi en árið 2011 hætti Sementsverksmiðjan en þar störfuðu þegar mest var upp undir 200 manns. Árið 2017 lagðist sjávarútvegur á Akranesi af en hjá HB Granda störfuðu upp undir 400 manns þegar mest var. Allt þetta er farið sem hefur eðli málsins samkvæmt haft gríðarleg áhrif á lífsafkomu þeirra sem byggðu afkomu sína á þessum atvinnutækifærum. Við höfum ennþá fyrirtækin á Grundartanga sem eru lífæð okkar Akurnesinga og nærsveitunga, fyrirtæki sem skila milljarða tugi eftir í okkar nærsamfélagi. Á þeirri forsendu mun ég persónulega aldrei getað stutt stjórnmálaflokka sem af vanþekkingu tala niður þessa mikilvægu starfsemi, starfsemi sem er ekki bara mikilvæg okkar samfélagi heldur þjóðhagslega mikilvægt. Það má stundum skilja á málflutningi nokkra stjórnmálaflokka að þeir myndu helst vilja loka þessari starfsemi. Vanþekking gagnvart orkusæknum iðnaði ríður ekki við einteyming, en þessi vanþekking endurspeglast t.d. í ummælum um að stóriðjan sé ekki að borga „neitt“ fyrir raforkuna, menga svo rosalega og skila engu til samfélagsins. Staðreyndin er hins vegar sú að á síðustu 7 árum hefur t.d. Norðurál greitt fyrir raforkuna samanlagt um 100 milljarða til Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku en þessi orkufyrirtæki eru í eigu almennings. 60 milljarða hefur NA greitt í laun, tekjuskatt fyrir 14 milljarða, fyrirtækjaskatt fyrir 9 milljarða hafnar-og fasteignagjöld fyrir 3 milljarða og svona mæti lengi telja. Bara Norðurál og Elkem á Grundartanga greiða um 20 milljarða fyrir raforkuna á ári. Þessu til viðbótar liggur fyrir að okkar stærsta framlag til umhverfismála er að nota vistvæna græna orku, en álverið á Norðuráli skilur eftir sig eitt af minnstu kolefnissporum álvera í heiminum. Álver í Kína menga tífalt meira en álver á Íslandi en yfir 50% af áli er framleitt í Kína. Við höfum síðan gríðarleg tækifæri til að vera frumkvöðlar í orkuskiptum í heiminum með því að framleiða hér vetni en til þess að framleiða umhverfisvænan orkugjafa eins og vetni þá þarf að nýta möguleika okkar til að framleiða hér rafmagn og það getum við með því að ráðast í að virkja þá kosti sem liggja fyrir samkvæmt rammaáætlun og reisa hér vindmyllugarða. Það liggur t.d. fyrir hugmyndir um að reisa vetnisverksmiðju á Grundartanga sem myndi framleiða vetni sem myndi spara losun á co2 sem nemur allri losun Íslands, en til að þetta verkefni getur orðið að veruleika þarf að skapa vistvæna græna orku. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti slíkri vetnisverksmiðju sem sparar sem nemur allri losun Íslands? Ég mun ekki styðja stjórnmálaflokka sem átta sig ekki á því að við þurfum að elfa og skapa vel launuð gjaldeyrisskapandi störf sem skila tugum milljörðum í þjóðarbúið. Með slíkri gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu er síðan hægt að styðja við að byggja enn frekar upp okkar velferðarkerfi og tryggja að þeir sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi geti haft næga framfærslu handa sér og sínum og haldið mannlegri reisn. Til að auðvelda okkar að tryggja það, þá er lykilinn að stækka þjóðarkökuna með vel launuðum og umhverfisvænum gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar