Víkingar streyma í hraðprófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 14:12 Þessir stuðningsmenn þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi við innganginn í Víkina á morgun til að geta skellt sér á leikinn. Vísir/Vilhelm Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14. Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira