Er sumarhúsið klárt fyrir veturinn? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. september 2021 08:00 Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sumarhúsið er oft griðarstaður, í raun annað heimili fjölskyldunnar. Mikilvægt er að skilja ávallt vel við sumarhúsið til að koma í veg fyrir tjón og fara þá vel yfir vatn, rafmagn, hita og gas. Algengustu tjónin í sumarhúsum eru vegna vatns og í kjölfar innbrota. Nú er sá árstími þar sem huga þarf að frágangi sumarhúsa fyrir komandi haustlægðir og kuldatíð. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vert að minna á nokkur mikilvæg atriði. Frágangur vatns Tjón vegna vatnsleka eru algengustu og dýrustu tjónin í sumarhúsum. Oft verða miklar skemmdir þar sem þó nokkur tími getur liðið þar til lekinn uppgötvast . Ef sumarhúsið er ekki í notkun um tíma er mikilvægt að lokað sé fyrir neysluvatn og lagnir tæmdar. Þetta getur komið í veg fyrir að lagnirnar springi í frosti sem leiðir af sér mikið tjón og óþægindi. Þess vegna er nauðsynlegt að loka ávallt fyrir inntak heita og kalda vatnsins þegar bústaður er yfirgefinn og skoða aðstæður í bústaðnum eftir mikla frostakafla. Tappa þarf af vatnslögnum og salerni en ef það er ekki hægt má setja frostlög í vatnslása og salerni. Hægt er að koma fyrir loka eða rofa sem tryggir að hægt sé að opna og loka fyrir vatn með einu handtaki. Gott er að hafa hita á ofnakerfi sumarhússins ef miðstöð er í húsinu. Það getur komið í veg fyrir að lagnir springi í frosti. Einfalt er að koma fyrir vatnsskynjara við uppþvotta- og þvottavélar og einnig eru margir sumarbústaðir með öryggiskerfi. Nú til dags er hægt að fá ýmiss konar öryggiskerfi á góðu verði. En þó svo sett sé upp öflugt öryggiskerfi ætti alltaf að fara vel yfir það helsta sem snertir öryggi hússins þegar það er yfirgefið. Þá er gott að hafa gátlista sýnilegan sem fólk getur notað til að ganga frá húsinu við brottför. Eldvarnir í sumarhúsum Mikilvægi virkra eldvarna verður seint ofmetið. Í sumarhúsum er oft mikill eldsmatur og því nauðsynlegt að hafa brunavarnir í lagi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum og kanna þarf virkni þeirra reglulega. Skipta þarf um rafhlöðu reykskynjara árlega og því getur verið gott ráð að skrifa dagsetninguna daginn sem skipt er um rafhlöðu á lítinn límmiða og festa hann á reykskynjarann. Einnig er mikilvægt að hafa eldvarnarteppi og slökkvitæki til taks og tryggja þarf flóttaleiðir. Gott er að venja sig á að taka raftæki úr sambandi þegar sumarhús er yfirgefið. Allir sumarhúsaeigendur þurfa að kaupa lögboðna brunatryggingu fyrir sumarhúsið en einnig er hægt að bæta við sérstakri sumarhúsatryggingu. Varnir gegn innbrotum Huga þarf að innbrotsvörnum í hvert sinn sem hús er yfirgefið. Gott er að draga fyrir alla glugga og geyma ekki verðmæti þar sem þau eru sýnileg utan frá. Ganga þarf úr skugga um að dyr og gluggar séu kyrfilega lokuð og að hafa helst ekki hluti úti við sem nota mætti við innbrot. Gott er að hafa útilýsingu með hreyfiskynjara og einnig að nágrannar hjálpist að við að líta til með tómu húsi, ef mögulegt er. Ýmis öryggiskerfi og öryggishlið standa til boða og eru margir sem nýta sér slíka tækni. Þegar brotist er inn í sumarhús er oft meira skemmt en stolið. Auk tjónsins sem af hlýst er óþægilegt þegar brotist er inn í persónulegar vistarverur. Er lægð í kortunum? Haustlægðir eru farnar að láta á sér kræla og mikilvægt að ganga vel frá öllum lausamunum. Ganga þarf frá útihúsgögnum, ruslatunnum, trampolíni, áhöldum og öðrum hugsanlegum lausamunum sem geta fokið og valdið skemmdum. Auk þessa þarf að sjá til þess að leiktæki séu yfirfarin reglulega og fjarlægja þarf ónýt eða illa farin leiktæki. Ganga þarf vel frá fótboltamörkum og þau sem eru í notkun þurfa að vera vel fest við jörðu. Einnig er mikilvægt að loka kyrfilega gluggum og heitum pottum. Að lokum er gott að venja sig á að líta eftir aðstæðum öðru hvoru yfir vetrartímann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun