Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:16 Sjónarvottur sá til mannsins falla af sæþotu um 200 metra frá landi í Köpingsvik, rétt norður af Borgholm á sænsku eyjarinnar Öland, austur af landinu. Getty Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum. Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47
Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51