Erlent

Vilja einangra 29 milljónir húsa á næstu árum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sir Stephen House, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London, hefur meðal annars kallað háttsemina algjört brjálæði.
Sir Stephen House, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London, hefur meðal annars kallað háttsemina algjört brjálæði. Getty/Guy Smallman

Allt að þrjátíu hafa verið handteknir á síðustu vikum vegna mótmæla í Bretlandi. Samtökin Einangrum Bretland standa fyrir mótmælunum en helsta baráttumál þeirra er að einangra 29 milljón hús á næstu níu árum.

Skortur á einangrun veldur því ekki aðeins leki inn í hús heldur litast baráttan fyrst og fremst af umhverfissjónarmiðum. Nota þurfi töluvert meiri orku í kyndingu húsa sem eru illa einangruð. Samtökin segja einnig að hækkun á rafmagns- og olíuverði hafi mikil áhrif á efnaminni fjölskyldur. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Samtökin hafa staðið fyrir mótmælum á síðustu þremur vikum sem bitna líklega verst á breskum ökumönnum.  Mótmælendur hafa fengið sér sæti á vegamótum og stíflað þannig umferð. Langar bílaraðir hafa myndast í kjölfarið. Lögreglan í Bretlandi telur uppátækið stórhættulegt, bæði fyrir lögreglumenn og mótmælendur.

Mótmælendur hafa hvatt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að keyra málið í gang.AP/Alberto Pezzali

Einangrum Bretland hyggjast ekki draga sig í hlé fyrr en til komið verður til móts við kröfur þeirra. Talsmaður samtakanna segir allt að 115 manns hafa tekið þátt í mótmælunum en margir hverjir hafa verið handteknir sex eða sjö sinnum. Þau biðla þá til yfirvalda að setja fram raunhæfar lausnir í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×