Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 19:20 Ráðamenn segja nóg til af eldsneyti en hægt gangi að flytja það á bensínstöðvar. EPA/NEIL HALL Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl. Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl.
Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42
Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22
Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“