Ég hafði alltaf góða tilfinningu Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 18:16 Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og vill halda áfram með liðið. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann