Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 08:30 Klukkan 9:30 hefst vefútsending fulltrúar peningastefnunefndar munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum, en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu á síðustu dögum einmitt spáð hækkun stýrivaxta um 0,25 prósent, í 1,5 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga hafi hagvöxtur á fyrri hluta þessa árs verið heldur minni en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. „Vöxtur innlendrar eftirspurnar var hins vegar í ágætu samræmi við spá bankans. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan innlendan efnahagsbata á þriðja fjórðungi ársins og hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafa lítið breyst. Verðbólga jókst í september og mældist 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins hélt áfram að aukast og skýrir stóran hluta af ársverðbólgu í september. Undirliggjandi verðbólga hélt hins vegar áfram að hjaðna þótt hún sé enn nokkur. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafa hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Þótt undirliggjandi verðbólga fari minnkandi er það áhyggjuefni að verðbólguvæntingar virðast hafa tekið að hækka á ný. Of snemmt er þó að segja til um hvort kjölfesta þeirra við verðbólgumarkmið sé að veikjast. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 3,25% Lán gegn veði til 7 daga 2,25% Innlán bundin í 7 daga 1,50% Viðskiptareikningar 1,25%“ Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 25. ágúst síðastliðinn, en þá var ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósent, þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 1,25 prósent. Næsta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður svo 17. nóvember næstkomandi. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum, en bæði Landsbankinn og Íslandsbanki höfðu á síðustu dögum einmitt spáð hækkun stýrivaxta um 0,25 prósent, í 1,5 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum þjóðhagsreikninga hafi hagvöxtur á fyrri hluta þessa árs verið heldur minni en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. „Vöxtur innlendrar eftirspurnar var hins vegar í ágætu samræmi við spá bankans. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan innlendan efnahagsbata á þriðja fjórðungi ársins og hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafa lítið breyst. Verðbólga jókst í september og mældist 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins hélt áfram að aukast og skýrir stóran hluta af ársverðbólgu í september. Undirliggjandi verðbólga hélt hins vegar áfram að hjaðna þótt hún sé enn nokkur. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafa hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Þótt undirliggjandi verðbólga fari minnkandi er það áhyggjuefni að verðbólguvæntingar virðast hafa tekið að hækka á ný. Of snemmt er þó að segja til um hvort kjölfesta þeirra við verðbólgumarkmið sé að veikjast. Peningastefnunefnd mun beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýsingunni. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 3,25% Lán gegn veði til 7 daga 2,25% Innlán bundin í 7 daga 1,50% Viðskiptareikningar 1,25%“ Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 25. ágúst síðastliðinn, en þá var ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósent, þannig að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 1,25 prósent. Næsta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður svo 17. nóvember næstkomandi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira