Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir og Agnes Klara Ben Jónsdóttir skrifa 11. október 2021 13:30 „Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
„Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun