Rannsaka mögulegt tilfelli Havana-heilkennisins í Kólumbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 11:14 Talið er að tilfelli Havana-heilkennisins hafi komið upp í sendiráði Bandaríkjanna í Bógóta í Kólumbíu. Google maps/skjáskot Bandarísk yfirvöld rannsaka nú möguleg tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í Kólumbíu aðeins nokkrum dögum áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að ferðast þangað. Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar. Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar.
Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56