Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 06:23 Lögregla bað íbúa um að vera heima á meðan hún rannsakaði þá staði þar sem árásarmaðurinn fór um. epa/Hakon Mosvold Larsen Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða. Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54
Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52
Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24