Breska ríkisútvarpið segir Ali hafa setið forvarnarnámskeið vegna öfgaskoðana fyrir nokkrum árum en lögregla hafi ekki veitt honum sérstaka athygli. Hann er ekki sagður hafa setið námskeiðið lengi.
Þá er Ali, sem handtekinn var í Essex, nú í í haldi lögreglu í Lundúnum á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og hefur lögregla þangað til á föstudag til að yfirheyra hann. Hann er sagður hafa stungið þingmanninn margsinnis á skrifstofu hans í Essex á föstudag.