„Covid er ekki búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2021 12:00 Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. „Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43
Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent