Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 15:30 Leikmenn Chicago Sky dansa af gleði á sigurhátíð sinni. AP/Matt Marton Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær. Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira