Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 10:45 Sænskir fjölmiðlar segja morðið á Einári sé talið tengjast bæði hnífstungu fyrr í mánuðinum, þar sem Einár var handtekinn, og mannrán á Einár á síðasta ári. EPA Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07