Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 64-84 | Fyrsta tap Valskvenna kom gegn Keflavík Andri Már Eggertsson skrifar 24. október 2021 22:54 . Vísir/Bára Dröfn Valur tapaði sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Keflavík lenti aldrei undir í leiknum og vann að lokum sannfærandi 20 stiga sigur 64-84. Valur mætti með talsvert laskað lið til leiks í kvöld. Valskonur voru aðeins níu á skýrslu en bæði meiðsli og veikindi herjuðu á Valskonur. Það vantaði einnig þjálfara liðsins Ólaf Jónas Sigurðsson en hann var veikur og í hans stað stýrði Berglind Lára Gunnarsdóttir liðinu. Valur byrjaði leikinn afar illa og réði ekkert við góðan varnarleik Keflavíkur. Valur skoraði aðeins 11 stig í 1. leikhluta. Sóknarleikur Keflavíkur var góður og gerði Anna Ingunn 8 stig á tæplega sjö mínútum. Það var allt annað að sjá til Vals í 2. leikhluta. Valskonur sýndu meiri baráttuanda en Keflavík átti svör við stuttum áhlaupum Vals og leiddu með tólf stigum þegar haldið var til hálfleiks 34-46. Valur mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Valur gerði sex stig í röð og staðan orðin 40-46. Keflavík átti í miklum vandræðum með varnarleik Vals og skoraði Keflavík aðeins fjögur stig á tæplega sex mínútum. Keflavík fór að pressa Val hátt á vellinum og við það fundu gestirnir betri takt og voru aftur komnar tólf stigum yfir þegar haldið var í 4. leikhluta. Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði fyrsta stigið í 4. leikhluta en þá tók Keflavík við sér og gerði átta stig í röð. Dagbjört var eini leikmaður Vals með lífsmark á löngum kafla í síðasta fjórðungi. Hún var þá eina í liði Vals sem hafði skorað á tæplega átta mínútum en stigin hennar voru aðeins þrjú. Keflavík vann að lokum sannfærandi tuttugu stiga sigur 64-84. Af hverju vann Keflavík Keflavík var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Keflavík setti tóninn strax með að vinna 1. leikhluta með 14 stigum. Keflavík átti alltaf svör við snörpum áhlaupum Vals og var tuttugu stiga sigur sanngjörn úrslit. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo var stiga- og framlagshæst í liði Keflavíkur með 23 stig og 33 framlagspunkta. Keflavík fékk framlag úr mörgum mismunandi áttum í kvöld og skilaði varamannabekkur Keflavíkur 26 stigum. Hvað gekk illa? Það var lítil hreyfing á boltanum í sóknarleik Vals. Heimakonur treystu mikið á einstaklingsframlag og gaf allt Valsliðið 12 stoðsendingar. Á tæplega átta mínútum var Dagbjört Dögg Karlsdóttir eina sem hafði skorað í liði Vals í 4. leikhluta. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast Keflavík og Breiðablik klukkan 19:15 í Blue-höllinni. Valur fær Fjölni í heimsókn miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 18:30. Berglind Lára: Tuttugu stiga tap gaf ekki rétta mynd af leiknum Berglind Lára Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var svekkt með tap kvöldsins. „Það er leiðinlegt að tapa. Mér fannst þetta þó ekki eiga tapast með tuttugu stigum. Við lentum snemma í eltingaleik og það fór mikil orka í það,“ sagði Berglind og gat séð jákvæð teikn á lofti í Valsliðinu þrátt fyrir tuttugu stiga tap. Berglind hrósaði Keflavík fyrir sinn leik og er Keflavík með góðan leikmann í öllum stöðum að hennar mati. „Keflavík er með skyttur í öllum stöðum, Kani liðsins er góður og þarf að stoppa allt liðið ekki bara einstakaleikmenn þegar maður mætir Keflavík. Þær hittu vel í kvöld og tóku þó nokkur sóknarfráköst.“ Bæði meiðsli og veikindi herjuðu á Valsliðið sem mætti aðeins með níu leikmenn á skýrslu „Ég kem sjálf úr bæjarfélagi þar sem oft voru aðeins sex leikmenn á skýrslu í leikjum. Ég get lítið kvartað, við erum fimm inn á í einu. Ég hefði auðvitað viljað hafa fleiri mikilvæga leikmenn sem hafa verið að spila fyrir okkur en ég mæti bara í hvern leik með það lið sem maður er með í höndunum.“ sagði Berglind að lokum. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valur tapaði sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Keflavík lenti aldrei undir í leiknum og vann að lokum sannfærandi 20 stiga sigur 64-84. Valur mætti með talsvert laskað lið til leiks í kvöld. Valskonur voru aðeins níu á skýrslu en bæði meiðsli og veikindi herjuðu á Valskonur. Það vantaði einnig þjálfara liðsins Ólaf Jónas Sigurðsson en hann var veikur og í hans stað stýrði Berglind Lára Gunnarsdóttir liðinu. Valur byrjaði leikinn afar illa og réði ekkert við góðan varnarleik Keflavíkur. Valur skoraði aðeins 11 stig í 1. leikhluta. Sóknarleikur Keflavíkur var góður og gerði Anna Ingunn 8 stig á tæplega sjö mínútum. Það var allt annað að sjá til Vals í 2. leikhluta. Valskonur sýndu meiri baráttuanda en Keflavík átti svör við stuttum áhlaupum Vals og leiddu með tólf stigum þegar haldið var til hálfleiks 34-46. Valur mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Valur gerði sex stig í röð og staðan orðin 40-46. Keflavík átti í miklum vandræðum með varnarleik Vals og skoraði Keflavík aðeins fjögur stig á tæplega sex mínútum. Keflavík fór að pressa Val hátt á vellinum og við það fundu gestirnir betri takt og voru aftur komnar tólf stigum yfir þegar haldið var í 4. leikhluta. Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði fyrsta stigið í 4. leikhluta en þá tók Keflavík við sér og gerði átta stig í röð. Dagbjört var eini leikmaður Vals með lífsmark á löngum kafla í síðasta fjórðungi. Hún var þá eina í liði Vals sem hafði skorað á tæplega átta mínútum en stigin hennar voru aðeins þrjú. Keflavík vann að lokum sannfærandi tuttugu stiga sigur 64-84. Af hverju vann Keflavík Keflavík var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Keflavík setti tóninn strax með að vinna 1. leikhluta með 14 stigum. Keflavík átti alltaf svör við snörpum áhlaupum Vals og var tuttugu stiga sigur sanngjörn úrslit. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo var stiga- og framlagshæst í liði Keflavíkur með 23 stig og 33 framlagspunkta. Keflavík fékk framlag úr mörgum mismunandi áttum í kvöld og skilaði varamannabekkur Keflavíkur 26 stigum. Hvað gekk illa? Það var lítil hreyfing á boltanum í sóknarleik Vals. Heimakonur treystu mikið á einstaklingsframlag og gaf allt Valsliðið 12 stoðsendingar. Á tæplega átta mínútum var Dagbjört Dögg Karlsdóttir eina sem hafði skorað í liði Vals í 4. leikhluta. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast Keflavík og Breiðablik klukkan 19:15 í Blue-höllinni. Valur fær Fjölni í heimsókn miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 18:30. Berglind Lára: Tuttugu stiga tap gaf ekki rétta mynd af leiknum Berglind Lára Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var svekkt með tap kvöldsins. „Það er leiðinlegt að tapa. Mér fannst þetta þó ekki eiga tapast með tuttugu stigum. Við lentum snemma í eltingaleik og það fór mikil orka í það,“ sagði Berglind og gat séð jákvæð teikn á lofti í Valsliðinu þrátt fyrir tuttugu stiga tap. Berglind hrósaði Keflavík fyrir sinn leik og er Keflavík með góðan leikmann í öllum stöðum að hennar mati. „Keflavík er með skyttur í öllum stöðum, Kani liðsins er góður og þarf að stoppa allt liðið ekki bara einstakaleikmenn þegar maður mætir Keflavík. Þær hittu vel í kvöld og tóku þó nokkur sóknarfráköst.“ Bæði meiðsli og veikindi herjuðu á Valsliðið sem mætti aðeins með níu leikmenn á skýrslu „Ég kem sjálf úr bæjarfélagi þar sem oft voru aðeins sex leikmenn á skýrslu í leikjum. Ég get lítið kvartað, við erum fimm inn á í einu. Ég hefði auðvitað viljað hafa fleiri mikilvæga leikmenn sem hafa verið að spila fyrir okkur en ég mæti bara í hvern leik með það lið sem maður er með í höndunum.“ sagði Berglind að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum