Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 11:30 Robert Sarver fagnar því að komast í lokaúrslitin í vor EPA-EFE/ETIENNE LAURENT NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver. Í fréttaskýringunni, sem hefur ekki enn verið birt, er sagt frá kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu og öðru áreiti Sarver. Það var Jordan Schultz, þáttarstjórnandi og NBA álitsgjafi sem sagði frá því að fréttaskýringin væri í bígerð. Talsmaður ESPN, Josh Krulewitz, sagði í gær að ESPN myndu ekki tala um fréttir sem hefðu ekki verið birtar. Það stöðvaði Phoenix ekki frá því að senda frá sér yfirlýsingu sem gaf sögunni enn frekari byr undir báða vængi. Framkvæmdastjóri Phoenix, Jason Rowley, sagði í yfirlýsingunni: „Þessi frétt á ekki við nein rök að styðjast og er ósannur rógburður. Fréttin segir alls ekki frá þeim Robert Sarver sem ég hef þekkt og starfað með undanfarin 15 ár“. Breaking: The NBA is preparing for a massive story accusing #Suns owner Robert Sarver of racism, sexism and sexual harassment in a series of incidents, sources say. With enough evidence to support such claims, there s a real chance the league would forcibly remove Sarver.— Jordan Schultz (@Schultz_Report) October 22, 2021 Sarver sjálfur sagði í viðtali að hann þoli ekki þegar gert er lítið úr konum, minnihlutahópum eða þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þá hafði hann þetta að segja: „Þó ég geti í raun illa svarað svo óljósum og óbirtum ásökunum þá get ég sagt að það sem mér er gert að sök gengur algerlega gegn mínum karakter og mínu eðli“. Árið 2015 komu fram í dagsljósið upptökur af þáverandi eiganda Los Angeles Clippers, Donald Sterling, þar sem hann fer miður fallegum orðum um svarta og aðra minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Í kjölfarið þvingaði NBA deildin Sterling til þess að selja Clippers. Það sama gæti gerst núna ef sannanirnar eru miklar. Robert Sarver keypti Phoenix Suns á 401 milljón dollara fyrir meira en áratug. Liðið er metið á tæplega tvo milljarða dollara í dag. NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Í fréttaskýringunni, sem hefur ekki enn verið birt, er sagt frá kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu og öðru áreiti Sarver. Það var Jordan Schultz, þáttarstjórnandi og NBA álitsgjafi sem sagði frá því að fréttaskýringin væri í bígerð. Talsmaður ESPN, Josh Krulewitz, sagði í gær að ESPN myndu ekki tala um fréttir sem hefðu ekki verið birtar. Það stöðvaði Phoenix ekki frá því að senda frá sér yfirlýsingu sem gaf sögunni enn frekari byr undir báða vængi. Framkvæmdastjóri Phoenix, Jason Rowley, sagði í yfirlýsingunni: „Þessi frétt á ekki við nein rök að styðjast og er ósannur rógburður. Fréttin segir alls ekki frá þeim Robert Sarver sem ég hef þekkt og starfað með undanfarin 15 ár“. Breaking: The NBA is preparing for a massive story accusing #Suns owner Robert Sarver of racism, sexism and sexual harassment in a series of incidents, sources say. With enough evidence to support such claims, there s a real chance the league would forcibly remove Sarver.— Jordan Schultz (@Schultz_Report) October 22, 2021 Sarver sjálfur sagði í viðtali að hann þoli ekki þegar gert er lítið úr konum, minnihlutahópum eða þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þá hafði hann þetta að segja: „Þó ég geti í raun illa svarað svo óljósum og óbirtum ásökunum þá get ég sagt að það sem mér er gert að sök gengur algerlega gegn mínum karakter og mínu eðli“. Árið 2015 komu fram í dagsljósið upptökur af þáverandi eiganda Los Angeles Clippers, Donald Sterling, þar sem hann fer miður fallegum orðum um svarta og aðra minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Í kjölfarið þvingaði NBA deildin Sterling til þess að selja Clippers. Það sama gæti gerst núna ef sannanirnar eru miklar. Robert Sarver keypti Phoenix Suns á 401 milljón dollara fyrir meira en áratug. Liðið er metið á tæplega tvo milljarða dollara í dag.
NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum