Benedikt valdi þrjá nýliða í kvennalandsliðið fyrir nóvemberleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 14:46 Anna Ingunn Svansdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega og er einn af nýliðunum í íslenska landsliðinu að þessu sinni. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið liðið sitt fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni Evrópukeppni kvenna en keppnin fer af stað í nóvember. Benedikt valdi þrjá nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru Keflvíkingurinn Anna Ingunn Svansdóttir, Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, og Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik, eru báðar meiddar og geta ekki leikið. Þá hefur Guðbjörg Sverrisdóttir einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er að hefja leik að nýju. Systir hennar Helena Sverrisdóttir meiddist líka í gær og það er því óvissa með hennar þátttöku í þessu verkefni. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur tekið að sér aðstoðarþjálfarahlutverk í liðinu, og verður ásamt Halldóri Karli Þórsyni, í aðstoðarþjálfarateymi landsliðsins. Danielle Rodriguez sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins flutti í vor til Bandaríkjana en hún tók að sér aðstoðarþjálfarastöðu í San Diego State háskólanum í Kaliforníu. Leikið verður í núna í fyrsta landsliðsglugganum í undankeppninni núna í nóvember. Næstu gluggar verða svo í nóvember 2022 og febrúar 2023 en mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Leikið er heima og að heiman og fer efsta liðið beint á EM2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu). Núna í nóvember á Ísland sína fyrstu tvo leiki, fyrst verður leikið á útivelli gegn Rúmeníu þann 11. nóvember í Búkarest, og svo hér heima gegn Ungverjalandi. Heimaleikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Benedikt valdi þrjá nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru Keflvíkingurinn Anna Ingunn Svansdóttir, Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, og Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik, eru báðar meiddar og geta ekki leikið. Þá hefur Guðbjörg Sverrisdóttir einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er að hefja leik að nýju. Systir hennar Helena Sverrisdóttir meiddist líka í gær og það er því óvissa með hennar þátttöku í þessu verkefni. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur tekið að sér aðstoðarþjálfarahlutverk í liðinu, og verður ásamt Halldóri Karli Þórsyni, í aðstoðarþjálfarateymi landsliðsins. Danielle Rodriguez sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins flutti í vor til Bandaríkjana en hún tók að sér aðstoðarþjálfarastöðu í San Diego State háskólanum í Kaliforníu. Leikið verður í núna í fyrsta landsliðsglugganum í undankeppninni núna í nóvember. Næstu gluggar verða svo í nóvember 2022 og febrúar 2023 en mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Leikið er heima og að heiman og fer efsta liðið beint á EM2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu). Núna í nóvember á Ísland sína fyrstu tvo leiki, fyrst verður leikið á útivelli gegn Rúmeníu þann 11. nóvember í Búkarest, og svo hér heima gegn Ungverjalandi. Heimaleikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga