Bulls sigraði Toronto Raptors, 108-111, í nótt og hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Bulls er eina ósigraða liðið í Austurdeildinni.
Þetta er í fjórða sinn sem Bulls vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabili en í fyrstu þrjú skiptin sem það gerðist var Jordan leikmaður liðsins. Bulls hefur ekki byrjað jafn vel og tímabilið 1996-97. Þá vann liðið 69 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni og varð meistari, annað árið í röð.
The BEST plays from the @chicagobulls first 4-0 start since 1996-97! pic.twitter.com/HhHZRJGLe4
— NBA (@NBA) October 26, 2021
DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls og Zach LaVine 22. OG Anunoby var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig.
26 points for @DeMar_DeRozan.
— NBA (@NBA) October 26, 2021
4-0 start for the @chicagobulls pic.twitter.com/XcOrPubqeA
Giannis Antetokounmpo skoraði þrjátíu stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar meistarar Milwaukee Bucks unnu Indiana Pacers, 109-119. Khris Middleton bætti 27 stigum við fyrir Milwaukee sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Malcom Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana.
30p/10r/9a for @Giannis_An34.
— NBA (@NBA) October 26, 2021
27p/7a for @Khris22m.
The @Bucks improve to 3-1 pic.twitter.com/f9iu3ttEyE
Sigurgöngu Charlotte Hornets lauk þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Boston vann 129-140 eftir framlengingu.
Jayson Tatum skoraði 41 stig fyrir Boston og Jaylen Brown þrjátíu. LaMelo Ball og Miles Bridges skoruðu 25 stig hvor fyrir Charlotte.
41 for @jaytatum0 in the @celtics OT win! pic.twitter.com/UkoVd4TCsH
— NBA (@NBA) October 26, 2021
Úrslitin í nótt
- Toronto 108-111 Chicago
- Indiana 109-119 Milwaukee
- Charlotte 129-140 Boston
- Atlanta 122-104 Detroit
- Brooklyn 104-90 Washington
- Miami 107-90 Orlando
- Minnesota 98-107 New Orleans
- Denver 87-99 Cleveland
- LA Clippers 116-86 Portland

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.