Lakers kastaði frá sér 26 stiga forskoti og tapaði fyrir einu slakasta liði deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 07:31 Luguentz Dort og Anthony Davis berjast um boltann í leik Oklahoma City Thunder og Los Angeles Lakers. AP/Garett Fisbeck Los Angeles Lakers fer brösuglega af stað í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið fyrir Oklahoma City Thunders, 123-115. Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira