Fjárfesting Kobe Bryant skilar fjölskyldu hans 52 milljörðum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 10:31 Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Getty Kobe heitinn Bryant er enn að skila dánarbúinu milljörðum króna og gærdagurinn er enn eitt dæmið um góða ákvörðun hjá einum af besta körfuboltamanni allra tíma. Kobe veðjaði á sínum tíma á lítt þekktan íþróttadrykk sem ætlaði í metnaðarfulla samkeppni við stórveldið Gatorade. Fjölskylda hans er heldur betur að njóta góðs af því um ókomna framtíð. "Innovation is the key to everything."Kobe had a vision for BodyArmor back when he invested.Co-Founder Mike Repole says their success literally would've been impossible without Bryant.( : @CNBC) pic.twitter.com/QjleSAIeX9— Front Office Sports (@FOS) November 1, 2021 Bryant fjárfesti í íþróttadrykkjarframleiðandanum BodyArmor fyrir sex milljónir dollara árið 2014. Í gær klukkan nákvæmlega 8.24, til minningar um Kobe, þá keypti Coca-Cola 85 prósent hlut í BodyArmor fyrir 5,6 milljarða dollara. 8 og 24 voru númerin sem Kobe Bryant spilaði í á sínum magnaða NBA ferli. Kobe keypti á sínum tíma tíu prósent hlut í BodyArmor og það þýðir að 780 milljóna fjárfesting Kobe fyrir sjö árum skilaði fjölskyldu hans 400 milljónum dollara við þessa sölu eða 52 milljörðum króna. Wall Street Journal sagði frá. „Ef ekki hefði verið fyrir framsýni og trú Kobe Bryant þá hefði BodyArmor aldrei náð þeim árangri sem það náði,“ sagði Mike Repole, stofnandi fyrirtækisins. Coke hafði áður keypt fimmtán prósent hlut í fyrirtækinu árið 2018 en á nú alla hlutina eftir kaupin í gær. Þetta er það mesta sem fyrirtækið hefur borgað fyrir annan drykkjarvöruframleiðanda. Coke hafði keypt Glaceau vatnsframleiðandann fyrir 4,1 milljarða dollara árið 2007 og Costa Coffee kaffiframleiðandann fyrir 5,1 milljarða árið 2018. Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Kaliforníu 26. janúar 2020 ásamt þrettán ára dóttur sinni og sjö öðrum. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Kobe veðjaði á sínum tíma á lítt þekktan íþróttadrykk sem ætlaði í metnaðarfulla samkeppni við stórveldið Gatorade. Fjölskylda hans er heldur betur að njóta góðs af því um ókomna framtíð. "Innovation is the key to everything."Kobe had a vision for BodyArmor back when he invested.Co-Founder Mike Repole says their success literally would've been impossible without Bryant.( : @CNBC) pic.twitter.com/QjleSAIeX9— Front Office Sports (@FOS) November 1, 2021 Bryant fjárfesti í íþróttadrykkjarframleiðandanum BodyArmor fyrir sex milljónir dollara árið 2014. Í gær klukkan nákvæmlega 8.24, til minningar um Kobe, þá keypti Coca-Cola 85 prósent hlut í BodyArmor fyrir 5,6 milljarða dollara. 8 og 24 voru númerin sem Kobe Bryant spilaði í á sínum magnaða NBA ferli. Kobe keypti á sínum tíma tíu prósent hlut í BodyArmor og það þýðir að 780 milljóna fjárfesting Kobe fyrir sjö árum skilaði fjölskyldu hans 400 milljónum dollara við þessa sölu eða 52 milljörðum króna. Wall Street Journal sagði frá. „Ef ekki hefði verið fyrir framsýni og trú Kobe Bryant þá hefði BodyArmor aldrei náð þeim árangri sem það náði,“ sagði Mike Repole, stofnandi fyrirtækisins. Coke hafði áður keypt fimmtán prósent hlut í fyrirtækinu árið 2018 en á nú alla hlutina eftir kaupin í gær. Þetta er það mesta sem fyrirtækið hefur borgað fyrir annan drykkjarvöruframleiðanda. Coke hafði keypt Glaceau vatnsframleiðandann fyrir 4,1 milljarða dollara árið 2007 og Costa Coffee kaffiframleiðandann fyrir 5,1 milljarða árið 2018. Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Kaliforníu 26. janúar 2020 ásamt þrettán ára dóttur sinni og sjö öðrum.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira