CP3 sá þriðji gjafmildasti í sögunni Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 07:30 Chris Paul með eina af sínum frábæru sendingum í sigrinum gegn New Orleans Pelicans í nótt. AP/Ross D. Franklin Chris Paul færði nafn sitt ofar á lista í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með mögnuðum seinni hálfleik í 112-100 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira