Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2021 11:01 Scottie Pippen potar í Michael Jordan í ævisögu sinni sem kemur út síðar í þessum mánuði. getty/Raymond Boyd Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira