Svar við ummælum rektors um ókyngreind salerni í HÍ Stjórn Q - félags hinsegin stúdenta skrifar 5. nóvember 2021 07:31 Þann 2. nóvember síðastliðinn kom Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tjáði sig um stöðu ókyngreindra salerna innan bygginga háskólans. Í máli hans kom fram að „í um 75% bygginga [sé háskólinn] með kynlaus salerni og ef þau [séu] ekki [sé] tiltölulega stutt í þau.“ Það sem kom ekki fram er að meðal þessara 25% bygginga sem ekki innihalda ókyngreind salerni eru margar þeirra mikið notaðar undir kennslu sem margir nemendur sækja á hverjum degi. Staðan er einna lökust vestanmegin við Suðurgötu, þar sem fjölfarnar byggingar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ eru staðsettar; VR-II og Tæknigarður, auk Endurmenntunar, en í engri þeirra eru ókyngreind salerni til staðar. Vilji nemendur á þessu svæði nota ókyngreind salerni þurfa þau að ganga yfir í Veröld og til baka á þeim litla tíma sem nemendum er gefinn milli tíma eða í pásum. Gangan fram og til baka er tæplega hálfur kílómetri, svipað löng vegalengd og það tekur stúdenta sem búa á Stúdentagörðum að ganga bara heim til sín til þess að nota salernið milli kennslustunda. Annar staður þar sem ekkert er um ókyngreind salerni er Læknagarður, sem er í þokkabót ekki nálægt neinum öðrum byggingum Háskóla Íslands. Til stendur að að stækka bygginguna og verða þá útbúin ókyngreind salerni, en þær framkvæmdir eru ansi skammt á veg komnar svo það eru þó nokkur ár þar til að þau salerni fara í notkun. Þegar ókyngreind salerni eru í umræðunni, eins og þau hafa verið undanfarið, virðist fólk hafa tilhneigingu til þess að halda að eini tilgangur þeirra sé að spara kynsegin fólki valið milli þess að nota karla- eða kvennaklósett, en raunveruleikinn er sá að mikilvægi ókyngreindra salerna er mun margþættara en það. Fyrir mörg, sem hafa kyntjáningu sem er ekki í samræmi við samfélagsleg norm, getur það einfaldlega verið öryggismál að forðast kynjuð rými á borð við almenningssalerni, vegna þess að það er alls óvíst hvernig annað fólk gæti brugðist við veru þess innan kynjaðra rýma sem það þykir mögulega ekki „passa inn í.“ Þetta á ekki einungis við um kynsegin fólk heldur getur það einnig átt við um trans fólk almennt, intersex fólk, eða annað hinsegin fólk. Engin ættu að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða fyrir aðkasti, öráreitni eða jafnvel ofbeldi við það eitt að fara á klósettið. Umræðan um ókyngreind salerni innan bygginga Háskóla Íslands hefur verið í gangi í mörg ár. Ákveðið stökk varð í umræðunni á Jafnréttisdögum 2017, þegar viðburðurinn „Af hverju kynlaus klósett?“ var haldinn. Kröfur um aðgerðir hafa hafa verið áberandi síðustu fimm ár. Hinsegin stúdentar hafa mætt á endurtekna fundi sem hafa litlu skilað af sér, þar sem ár eftir ár er verið að tala um sömu hlutina og sömu salernin skoðuð. Sem dæmi mættu forsetar jafnréttisnefndar SHÍ, þau Valgerður Valur Hirst Baldurs og Andrea Rói Sigurbjörns, á fundi með jafnréttisfulltrúum HÍ, framkvæmda- og tæknisviði HÍ, rektor og aðstoðarrektor til þess að undirstrika nauðsyn ókyngreindu salernanna, á sínum starfsárum. Mikill meðbyr hefur verið frá hinsegin aktívistum, Jafnréttisnefnd SHÍ, SHÍ og Q – félagi hinsegin stúdenta, sem hafa staðið í stöðugri vinnu við það að fjarlægja kynjamerkingar á einstaklingssalernum og krefjast þess að fleiri ókyngreindum salernum verði komið upp í byggingum HÍ. HÍ hefur skýlt sér á bak við reglur Vinnueftirlits ríkisins þegar kemur að kynjuðum salernum innan skólans, en þess ber að geta að reglur um húsnæði vinnustaða, sem kveða á um kynjaskipta salernisaðstöðu fyrir starfsfólk, hafa ekki verið uppfærðar frá árinu 1995. Stúdentaráð HÍ ásamt Q-félaginu, Jafnréttisnefnd SHÍ, Jafnréttisnefnd HÍ og Trans Ísland sendi tillögu að breytingum til Félagsmálaráðuneytisins fyrir tveimur árum en enn hefur ekkert áunnist í þeim efnum. Lítið hefur gerst í salernismálum innan HÍ, fyrir utan reglulega fundi sem virðast ekki leiða neitt af sér. En nýlega tók Mars Proppé, hinsegin aktívisti og stúdent í HÍ, til sinna ráða og byrjaði að fjarlægja kynjamerkingar salerna bygginga HÍ í mótmælaskyni yfir aðgerðaleysi háskólans. Það hefur því sjaldan nokkuð verið framkvæmt innan HÍ nema kynsegin stúdentar hafi sjálf haft fyrir því að fá ókyngreind salernisrými innan háskólans. Þegar kynsegin stúdentar, eins og Mars Proppé, taka það síðan á sig að gera salerni ókyngreind, mæta þau iðulega því sem mætti kalla fjandsamlegar viðtökur frá starfsfólki, eins og kom fram í grein Fréttablaðsins um málið. Í gegn um samtöl við stjórnsýslu HÍ hefur lausn hennar oft verið að benda á að aðgengilegu salernin fyrir fatlað fólk séu í raun ókyngreind og að kynsegin fólk gæti nýtt sér þau. Fatlað fólk á rétt á því að hafa greiðan aðgang að salernum, sem eru nú þegar fá og oft vandfundin. Það að beina öðrum jaðarsettum hópi að rými sem á að vera greiður aðgangur að fyrir fatlað fólk ýtir undir jaðarsetningu beggja hópa, þar sem þeir fá ekki að nýta sömu rými og sá hópur sem fellur undir samfélagsleg norm. Þó að Háskóli Íslands stefni á að bæta salernisaðstöðuna og almennt aðgengi þegar nýjar byggingar eru reistar eða gamlar byggingar eru gerðar upp, sem skapaði til dæmis rými til þess að útbúa ókyngreind salerni í Odda, þá hefur það ekki dugað til og lítil framtakssemi hefur verið innan raða jafnréttisstarfs Háskóla Íslands þegar kemur að raunverulegum úrbótum á aðstöðu hinsegin stúdenta innan HÍ. Vegna lítilla framfara undanfarinna ára, þrátt fyrir þrotlausa baráttu stúdenta fyrir ókyngreindum salernum, þá mætti spyrja sig hvort HÍ sé í raun með hinsegin stúdentum í liði. Stúdentar hafa setið sömu fundina aftur og aftur síðan 2017 og lítið sem ekkert hefur gerst. Hvenær verða mannréttindi hinsegin fólks virt, hvenær verður hætt að meina hinsegin stúdentum um öruggari rými og hvenær koma ókyngreind salerni í allar byggingar háskólans? Höfundar eru öll í stjórn Q – félags hinsegin stúdenta. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir Reyn Alpha Magnúsar Ólöf Bjarki Antons Jón Ingvi Ingimundarson Anna María Kjeld Sigtýr Ægir Kára Regn Sólmundur Evu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Þann 2. nóvember síðastliðinn kom Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tjáði sig um stöðu ókyngreindra salerna innan bygginga háskólans. Í máli hans kom fram að „í um 75% bygginga [sé háskólinn] með kynlaus salerni og ef þau [séu] ekki [sé] tiltölulega stutt í þau.“ Það sem kom ekki fram er að meðal þessara 25% bygginga sem ekki innihalda ókyngreind salerni eru margar þeirra mikið notaðar undir kennslu sem margir nemendur sækja á hverjum degi. Staðan er einna lökust vestanmegin við Suðurgötu, þar sem fjölfarnar byggingar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ eru staðsettar; VR-II og Tæknigarður, auk Endurmenntunar, en í engri þeirra eru ókyngreind salerni til staðar. Vilji nemendur á þessu svæði nota ókyngreind salerni þurfa þau að ganga yfir í Veröld og til baka á þeim litla tíma sem nemendum er gefinn milli tíma eða í pásum. Gangan fram og til baka er tæplega hálfur kílómetri, svipað löng vegalengd og það tekur stúdenta sem búa á Stúdentagörðum að ganga bara heim til sín til þess að nota salernið milli kennslustunda. Annar staður þar sem ekkert er um ókyngreind salerni er Læknagarður, sem er í þokkabót ekki nálægt neinum öðrum byggingum Háskóla Íslands. Til stendur að að stækka bygginguna og verða þá útbúin ókyngreind salerni, en þær framkvæmdir eru ansi skammt á veg komnar svo það eru þó nokkur ár þar til að þau salerni fara í notkun. Þegar ókyngreind salerni eru í umræðunni, eins og þau hafa verið undanfarið, virðist fólk hafa tilhneigingu til þess að halda að eini tilgangur þeirra sé að spara kynsegin fólki valið milli þess að nota karla- eða kvennaklósett, en raunveruleikinn er sá að mikilvægi ókyngreindra salerna er mun margþættara en það. Fyrir mörg, sem hafa kyntjáningu sem er ekki í samræmi við samfélagsleg norm, getur það einfaldlega verið öryggismál að forðast kynjuð rými á borð við almenningssalerni, vegna þess að það er alls óvíst hvernig annað fólk gæti brugðist við veru þess innan kynjaðra rýma sem það þykir mögulega ekki „passa inn í.“ Þetta á ekki einungis við um kynsegin fólk heldur getur það einnig átt við um trans fólk almennt, intersex fólk, eða annað hinsegin fólk. Engin ættu að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða fyrir aðkasti, öráreitni eða jafnvel ofbeldi við það eitt að fara á klósettið. Umræðan um ókyngreind salerni innan bygginga Háskóla Íslands hefur verið í gangi í mörg ár. Ákveðið stökk varð í umræðunni á Jafnréttisdögum 2017, þegar viðburðurinn „Af hverju kynlaus klósett?“ var haldinn. Kröfur um aðgerðir hafa hafa verið áberandi síðustu fimm ár. Hinsegin stúdentar hafa mætt á endurtekna fundi sem hafa litlu skilað af sér, þar sem ár eftir ár er verið að tala um sömu hlutina og sömu salernin skoðuð. Sem dæmi mættu forsetar jafnréttisnefndar SHÍ, þau Valgerður Valur Hirst Baldurs og Andrea Rói Sigurbjörns, á fundi með jafnréttisfulltrúum HÍ, framkvæmda- og tæknisviði HÍ, rektor og aðstoðarrektor til þess að undirstrika nauðsyn ókyngreindu salernanna, á sínum starfsárum. Mikill meðbyr hefur verið frá hinsegin aktívistum, Jafnréttisnefnd SHÍ, SHÍ og Q – félagi hinsegin stúdenta, sem hafa staðið í stöðugri vinnu við það að fjarlægja kynjamerkingar á einstaklingssalernum og krefjast þess að fleiri ókyngreindum salernum verði komið upp í byggingum HÍ. HÍ hefur skýlt sér á bak við reglur Vinnueftirlits ríkisins þegar kemur að kynjuðum salernum innan skólans, en þess ber að geta að reglur um húsnæði vinnustaða, sem kveða á um kynjaskipta salernisaðstöðu fyrir starfsfólk, hafa ekki verið uppfærðar frá árinu 1995. Stúdentaráð HÍ ásamt Q-félaginu, Jafnréttisnefnd SHÍ, Jafnréttisnefnd HÍ og Trans Ísland sendi tillögu að breytingum til Félagsmálaráðuneytisins fyrir tveimur árum en enn hefur ekkert áunnist í þeim efnum. Lítið hefur gerst í salernismálum innan HÍ, fyrir utan reglulega fundi sem virðast ekki leiða neitt af sér. En nýlega tók Mars Proppé, hinsegin aktívisti og stúdent í HÍ, til sinna ráða og byrjaði að fjarlægja kynjamerkingar salerna bygginga HÍ í mótmælaskyni yfir aðgerðaleysi háskólans. Það hefur því sjaldan nokkuð verið framkvæmt innan HÍ nema kynsegin stúdentar hafi sjálf haft fyrir því að fá ókyngreind salernisrými innan háskólans. Þegar kynsegin stúdentar, eins og Mars Proppé, taka það síðan á sig að gera salerni ókyngreind, mæta þau iðulega því sem mætti kalla fjandsamlegar viðtökur frá starfsfólki, eins og kom fram í grein Fréttablaðsins um málið. Í gegn um samtöl við stjórnsýslu HÍ hefur lausn hennar oft verið að benda á að aðgengilegu salernin fyrir fatlað fólk séu í raun ókyngreind og að kynsegin fólk gæti nýtt sér þau. Fatlað fólk á rétt á því að hafa greiðan aðgang að salernum, sem eru nú þegar fá og oft vandfundin. Það að beina öðrum jaðarsettum hópi að rými sem á að vera greiður aðgangur að fyrir fatlað fólk ýtir undir jaðarsetningu beggja hópa, þar sem þeir fá ekki að nýta sömu rými og sá hópur sem fellur undir samfélagsleg norm. Þó að Háskóli Íslands stefni á að bæta salernisaðstöðuna og almennt aðgengi þegar nýjar byggingar eru reistar eða gamlar byggingar eru gerðar upp, sem skapaði til dæmis rými til þess að útbúa ókyngreind salerni í Odda, þá hefur það ekki dugað til og lítil framtakssemi hefur verið innan raða jafnréttisstarfs Háskóla Íslands þegar kemur að raunverulegum úrbótum á aðstöðu hinsegin stúdenta innan HÍ. Vegna lítilla framfara undanfarinna ára, þrátt fyrir þrotlausa baráttu stúdenta fyrir ókyngreindum salernum, þá mætti spyrja sig hvort HÍ sé í raun með hinsegin stúdentum í liði. Stúdentar hafa setið sömu fundina aftur og aftur síðan 2017 og lítið sem ekkert hefur gerst. Hvenær verða mannréttindi hinsegin fólks virt, hvenær verður hætt að meina hinsegin stúdentum um öruggari rými og hvenær koma ókyngreind salerni í allar byggingar háskólans? Höfundar eru öll í stjórn Q – félags hinsegin stúdenta. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir Reyn Alpha Magnúsar Ólöf Bjarki Antons Jón Ingvi Ingimundarson Anna María Kjeld Sigtýr Ægir Kára Regn Sólmundur Evu
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun