NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 18:30 Robert Sarver fagnar því að komast í lokaúrslitin í vor EPA-EFE/ETIENNE LAURENT NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver. NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, hefur í mörg ár verið gagnrýndur af þeim sem fjalla um NBA deildina. Þó oftast fyrir að vera of mikið með puttana í ákvörðunum tengdum körfuboltanum sjálfum. Nú hefur hins vegar birst fréttaskýring hjá ESPN, skrifuð af blaðamanninum Baxter Holmes, sem málar upp ansi dökka mynd af Sarver. Fyrir umfjöllun ESPN þá hafði blaðamaðurinn Holmes rætt við meira en sjötíu einstaklinga sem tengjast Phoenix liðinu. Sarver er meðal annars ásakaður um kynþáttafordóma. Earl Watson, fyrrum þjálfari liðsins, á að hafa skammað Sarver fyrir að hafa notað n-orðið svokallaða ítrekað en Sarver ekki viljað láta af framferðinu. News story with @wojespn on the NBA launching an investigation with reporting on Suns employees who say they re more than willing to cooperate. Said one: A lot of people view this as their chance to right this ship. https://t.co/j8YBtrN1b1 pic.twitter.com/wEqpCxmlo1— Baxter Holmes (@Baxter) November 4, 2021 Þá er haft eftir minnihlutaeiganda hjá liðinu að Sarver hafi gerst sekur um mikla karlrembu og jafnvel kynferðislega áreitni margoft á þeim 17 árum sem hann hefur átt liðið, en Sarver keypti liðið árið 2004. Atvikin eru margfalt fleiri en NBA deildin segist ætla að rannsaka málið. Forráðamenn Phoenix hafna öllum þessum ásökunum og segja að allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Ef allt fer á versta veg fyrir Sarver þá gæti NBA deildin skipað honum að selja liðið eins og deildin gerði árið 2012 þegar Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til þess að selja liðið í kjölfar hneykslismáls sem tengdist kynþáttafordómum. Þar var um að ræða hljóðupptökur en það gæti reynst erfiðara að finna sönnunargögn gegn Sarver.
NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira