Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Rannveig Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:02 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Félagsmál Barnavernd Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar