Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Rannveig Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:02 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Félagsmál Barnavernd Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar