Steph Curry með fimmtíu stiga leik en sá besti í fyrra var rekinn út úr húsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 07:31 Stephen Curry fagnar einni af fjölmörgum körfum sínum í leiknum í nótt. AP/Jeff Chiu Stephen Curry var stórkostlegur í nótt þegar lið han Golden State Warriors vann fjórtán stiga sigur á Atlanta Hawks. Mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils náði þrennu og sigri en endaði leikinn á því að vera sendur í sturtu. Stephen Curry skoraði 50 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Golden State Warriors vann 127-113 sigur á Atlanta Hawks. Curry skoraði þrettán fyrstu stig Warriors í leiknum en hann skoraði níu þriggja stiga körfur og hitti úr öllum þrettán vítaskotum sínum. 50 points for number 30.The Chase Center crowd showing appreciation for Steph Curry pic.twitter.com/MCNr57cAoU— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Curry nær 50 og 10 leik en aðeins Wilt Chamberlain og Rick Barry hafa náð því sem leikmenn Warriors. Hann er líka sá elsti í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera með 50 stig og 10 stoðsendingar í sama leik. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Golden State en liðið vann þarna sinn fimmta leik i röð og hefur nú unnið níu af tíu leikjum sínum á tímabilinu. Trae Young var með 28 stig og 9 stoðsendingar hjá Atlanta Hawks. Stephen Curry WENT OFF. 50 points (NBA season high) 10 dimes, 3 steals, 9 threes 3rd @warriors player with 50p/10a Oldest player ever with 50p/10aGSW improves to an NBA-best 9-1! pic.twitter.com/0qGgBO4lDD— NBA (@NBA) November 9, 2021 Annað lið sem vann sinn fimmta leik í röð var lið Phoenix Suns sem fagnaði 109-104 útisigri á Sacramento Kings. Cameron Payne kom með 24 stig inn af bekknum, Devin Boooker var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Paul og Mikal Bridges voru báðir með sextán stig. Suns fór í lokaúrslitin en tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils. Nú hefur liðið hins vegar rétt úr kútnum. Miles Bridges CLUTCH three-pointer caps a 16-5 @hornets run to force overtime!Watch on @NBATV https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/A5bKKZMFrh— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þrenna LaMelo Ball dugði ekki á móti LeBron James lausu Los Angeles Lakers liði. Lakers vann 126-123 sigur á Charlotte Hornets en þurfti framlengingu. Russell Westbrook var líka með þrennu, 17 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en Anthony Davis skoraði 32 stig. Carmelo Anhtonu var með 29 stig og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ball var með 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Height of a center.Handle of a guard.KD has 25 late in Q3 on @NBATV. pic.twitter.com/ZkBNjPpVNT— NBA (@NBA) November 9, 2021 DeMar DeRozan var með 28 stig og Zach LaVine bætti við 24 stigum þegar Chicago Bulls endaði fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets með sannfærandi 23 stiga sigri, 118-95. Bulls liðið skoraði 42 stig í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 42-17. Kevin Durant gerði sitt með því að skora 38 stig í leiknum en LaMarcus Aldridge var með 19 stig á 23 mínútum. James Harden skoraði 14 stig en Blake Griffin var bara með tvö stig. Another look at KAT's INCREDIBLE shot to force overtime Watch OT on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/q6J3HzUHs9— NBA (@NBA) November 9, 2021 Luka Doncic skoraði 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 108-92 sigur á New Orleans Pelicans eftir slaka byrjun. Tim Hardaway Jr. og Jalen Brunson voru báðir með 17 stig fyrir Dallas liðið sem vann sinn þriða leik í röð. Þetta var aftur á móti sjöunda tap Pelicans manna í röð en liðið er áfram án stórstjörnu sinnar Zion Williamson. Nikola Jokic var með þrennu í 113-96 sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 25 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar, en hann var líka rekinn út úr húsi eftir ósætti við Markieff Morris. Morris braut illa á Jokic sem svarað með því að henda honum í jörðina. Báðir voru sendir í sturtu. Jokic var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann var að þarna að ná fyrstu þrennu sinni á tímabilinu. KARL-ANTHONY TOWNS FROM NEAR HALFCOURT TO SEND IT TO OVERTIME! WATCH ON LEAGUE PASS: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/mXUn08nsHr— NBA (@NBA) November 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109 NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Jóhann: Það er krísa. Það er svoleiðis Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Stephen Curry skoraði 50 stig og gaf 10 stoðsendingar að auki þegar Golden State Warriors vann 127-113 sigur á Atlanta Hawks. Curry skoraði þrettán fyrstu stig Warriors í leiknum en hann skoraði níu þriggja stiga körfur og hitti úr öllum þrettán vítaskotum sínum. 50 points for number 30.The Chase Center crowd showing appreciation for Steph Curry pic.twitter.com/MCNr57cAoU— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem Curry nær 50 og 10 leik en aðeins Wilt Chamberlain og Rick Barry hafa náð því sem leikmenn Warriors. Hann er líka sá elsti í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera með 50 stig og 10 stoðsendingar í sama leik. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Golden State en liðið vann þarna sinn fimmta leik i röð og hefur nú unnið níu af tíu leikjum sínum á tímabilinu. Trae Young var með 28 stig og 9 stoðsendingar hjá Atlanta Hawks. Stephen Curry WENT OFF. 50 points (NBA season high) 10 dimes, 3 steals, 9 threes 3rd @warriors player with 50p/10a Oldest player ever with 50p/10aGSW improves to an NBA-best 9-1! pic.twitter.com/0qGgBO4lDD— NBA (@NBA) November 9, 2021 Annað lið sem vann sinn fimmta leik í röð var lið Phoenix Suns sem fagnaði 109-104 útisigri á Sacramento Kings. Cameron Payne kom með 24 stig inn af bekknum, Devin Boooker var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Paul og Mikal Bridges voru báðir með sextán stig. Suns fór í lokaúrslitin en tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils. Nú hefur liðið hins vegar rétt úr kútnum. Miles Bridges CLUTCH three-pointer caps a 16-5 @hornets run to force overtime!Watch on @NBATV https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/A5bKKZMFrh— NBA (@NBA) November 9, 2021 Þrenna LaMelo Ball dugði ekki á móti LeBron James lausu Los Angeles Lakers liði. Lakers vann 126-123 sigur á Charlotte Hornets en þurfti framlengingu. Russell Westbrook var líka með þrennu, 17 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar en Anthony Davis skoraði 32 stig. Carmelo Anhtonu var með 29 stig og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ball var með 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Height of a center.Handle of a guard.KD has 25 late in Q3 on @NBATV. pic.twitter.com/ZkBNjPpVNT— NBA (@NBA) November 9, 2021 DeMar DeRozan var með 28 stig og Zach LaVine bætti við 24 stigum þegar Chicago Bulls endaði fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets með sannfærandi 23 stiga sigri, 118-95. Bulls liðið skoraði 42 stig í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 42-17. Kevin Durant gerði sitt með því að skora 38 stig í leiknum en LaMarcus Aldridge var með 19 stig á 23 mínútum. James Harden skoraði 14 stig en Blake Griffin var bara með tvö stig. Another look at KAT's INCREDIBLE shot to force overtime Watch OT on League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/q6J3HzUHs9— NBA (@NBA) November 9, 2021 Luka Doncic skoraði 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 108-92 sigur á New Orleans Pelicans eftir slaka byrjun. Tim Hardaway Jr. og Jalen Brunson voru báðir með 17 stig fyrir Dallas liðið sem vann sinn þriða leik í röð. Þetta var aftur á móti sjöunda tap Pelicans manna í röð en liðið er áfram án stórstjörnu sinnar Zion Williamson. Nikola Jokic var með þrennu í 113-96 sigri Denver Nuggets á Miami Heat, 25 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar, en hann var líka rekinn út úr húsi eftir ósætti við Markieff Morris. Morris braut illa á Jokic sem svarað með því að henda honum í jörðina. Báðir voru sendir í sturtu. Jokic var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann var að þarna að ná fyrstu þrennu sinni á tímabilinu. KARL-ANTHONY TOWNS FROM NEAR HALFCOURT TO SEND IT TO OVERTIME! WATCH ON LEAGUE PASS: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/mXUn08nsHr— NBA (@NBA) November 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Atlanta Hawks 127-113 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 126-123 (framlengt) Chicago Bulls - Brooklyn Nets 118-95 Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 108-92 Philadelphia 76ers - New York Knicks 96-103 Denver Nuggets - Miami Heat 113-96 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 125-118 (framlengt) Sacramento Kings - Phoenix Suns 104-109
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Jóhann: Það er krísa. Það er svoleiðis Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira